Enski boltinn

Ancelotti fær að endurbyggja Chelsea í sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Risatilboð í Torres er væntanlegt frá Chelsea.
Risatilboð í Torres er væntanlegt frá Chelsea.

Ensku blöðin segja í morgun að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fái 100 milljónir punda í sumar til að endurbyggja liðið samkvæmt sínum hugmyndum. Þar af sé um helmingur upphæðarinnar eyrnamerktur fyrir Fernando Torres.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur fundað með Ancelotti að undanförnu. Hann fullvissaði Ancelotti um að starf hans væri ekki í neinni hættu eftir allt fjölmiðlafárið kringum Jose Mourinho og tapið gegn Inter.

Chelsea hyggst reyna að næla í Torres frá Liverpool en auk hans eru á óskalistanum Sergio Aguero, Maicon, Bastian Schweinsteiger og nýr markvörður.

Þá verður einhverjum leikmönnum kastað fyrir borð og endurskipuleggja á þjálfarateymið og allt skipulagið kringum unglingastarf félagsins. „Roman hefur fulla trú á Ancelotti og ætlar að láta hann fá upphæðir sem ekki hafa sést hér síðan á tíma Mourinho," segir heimildarmaður The Sun innan herbúða Chelsea.

Talið er að Joe Cole fari, Nicolas Anelka verði seldur ef hann samþykkir ekki nýjan samning, Deco verði leystur undan samningi og leikmönnum eins og Hilario, Paulo Ferreira og Julian Belletti sagt að þeir megi leita sér að nýjum vinnuveitendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×