Enski boltinn

Arjen Robben: Liverpool með besta sóknarþríeykið í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Cole horfir á leik með Liverpool í gær.
Joe Cole horfir á leik með Liverpool í gær. Mynd/AFP
Arjen Robben segir sóknarlínu Liverpool vera jafngóða og sóknarlínu Barcelona eftir að Joe Cole gekk til liðs við liðið. Hann segir það hafa verið mikil mistök hjá Chelsea að láta þennan snjalla leikmann fara.

„Með framlínu skipaða þeim Steven Gerrard, Fernando Torres og Cole þá er ljóst að Liverpool verður mjög öflugt í ensku deildinni í vetur," sagði Arjen Robben í viðtali við Daily Star.

„Síðasta ár var slys og ég get séð Liverpool-liðið berjast um titilinn á þessu tímabili. Það er mjög erfitt að finna betra sóknarþríeyki í Evrópu í dag og ég tel Barcelona þar með," sagði Arjen Robben og ber þá saman við framlínu Barcelona skipaða Lionel Messi, David Villa og Zlatan Ibrahimovic.

„Ég las það að Gerrard sagði að Cole væri eins góður með boltann og Messi og ég er alveg sammála honum. Ég hef æft með Cole í langan tíma og það er magnað hvað hann getur gert með boltann," sagði Robben.

„Ef Joe fær að spila fyrir miðjum vellinum þá mun hann skora og leggja upp fullt af mörkum. Ég sé hann geta komið til greina sem leikmaður ársins. Hann er ekki bara góður með boltann því hann sér völlinn mjög vel. Færin sem hann mun skapa fyrir Torres mun hjálpa Liverpool til að vinna titla á þessu tímabili," sagði Arjen Robben.

„Ég tel að það hafi verið stór mistök hjá Chelsea að láta hann fara og ég veit að stuðningsmönnum eru mér sammála. Hann elskaði London og stuðningsmenn Chelsea og það hlýtur eitthvað hafa stuðað hans víst hann hafnaði tilboðinu frá Chelsea," sagði Robben.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×