Íslenski boltinn

Örgryte vill Bjarna Guðjónsson sem hefur lítinn áhuga

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bjarni fagnar marki sínu gegn Grindavík í gær.
Bjarni fagnar marki sínu gegn Grindavík í gær. Fréttablaðið/Daníel
Samkvæmt heimildum Vísis voru forráðamenn sænska félagsins Örgryte á KR-vellinum í gær að fylgjast með Bjarna Guðjónssyni. Félagið hefur mikinn hug á að fá Bjarna, sem var frábær í leiknum í gær til sín, en ólíklegt er að hann hafi nokkurn áhuga á félaginu sem spilar í næst efstu deild í Svíþjóð.

Bjarni sagði við Vísi að eitthvað verulega sérstakt þyrfti að koma upp til að hann rifi fjölskylduna út á nýjan leik, hann væri ekki á leiðinni frá KR núna.

"Ég er ekkert að fara, við tókum þá ákvörðun þegar við komum heim að þessum hluta lífs okkar væri lokið. Þetta þyrfti að vera verulega spennandi til að ég endurskoðaði það," sagði Bjarni.

Hann vildi ekkert segja um meintan áhuga annarra liða á sér og Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR sagði að hann vissi ekki til þess að nein félög hefðu áhuga á Bjarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×