Fótbolti

Capello svarar gagnrýni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Fabio Capello
Fabio Capello GettyImages

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur fengið óvæga gagnrýni frá breskum fjölmiðlum eftir gengi Englands á HM í Suður-Afríku í sumar. Hann svaraði fyrir sig eftir 4-0 sigurleik gegn Búlgaríu í gær og telur að blaðamenn þurfi að líta í eigin barm.

„Þegar þið rakið ykkur á morgnanna þá verðið þið að líta á ykkur sjálfa í speglinum og spyrja ykkur hvort það sem þið skrifuðu um þennan mann sé rétt," sagði Capello ósáttur.

„Ég get ekki breytt því sem fólk skrifar. Ég horfi á sjálfan mig og er viss um að ég hafi staðið mig vel. Ég legg hart að mér en geri auðvitað mistök eins og allir. Þegar ég hóf ferilinn sem knattspyrnumaður þá var ég mikið meiddur og blöðin afskrifuðu mig þegar ég var tvítugur. Það sama er að gerast núna," segir Capello sem átti farsælan feril sem knattspyrnumaður og varð fjórum sinnum ítalskur meistari.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×