Íslenski boltinn

Rafn Andri tryggði Blikum sigur á HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.

Einn leikur var í Lengjubikarnum í kvöld. Breiðablik vann 3-2 sigur á HK í Kópavogsslag sem fram fór í Kórnum.

Gamla brýnið Jónas Grani Garðarsson kom HK yfir en Alfreð Finnbogason jafnaði og staðan var 1-1 í hálfleik.

Þórður Birgisson kom HK aftur í forystu snemma í seinni hálfleik en tvö mörk á síðustu tíu mínútunum færðu Blikum sigurinn. Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði metin í 2-2.

Það var svo Rafn Andri Haraldsson, sem gekk til liðs við Blika frá Þrótti í vetur, sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Upplýsingar eru fengnar af Fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×