Íslenski boltinn

Skoskur varnarmaður til liðs við Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Vals og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
Úr leik Vals og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Mynd/Valli

Valsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin sumarsins í Pepsi-deild karla en skoski varnarmaðurinn Greg Ross hefur samið við Val um að leika með liðinu út leiktíðina.

Ross er uppalinn hjá Dunfermline í Skotlandi og alls að baki 103 leiki með félaginu. Hann fékk sig lausan frá félaginu þann 2. maí síðastliðinn.

Hann var yngsti leikmaður félagsins í skosku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta deildarleik sautján ára gamall. Meiðsli hafa hins vegar sett strik í reikninginn hjá honum og hefur hann tvívegis gengist undir aðgerð á hné.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×