Enski boltinn

Meiðsli Terry ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry í leik með Chelsea.
John Terry í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Meiðsli John Terry sem hann hlaut á æfingu með Chelsea í dag eru ekki alvarleg og er talið að hann geti spilað með liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Portsmouth á laugardaginn.

Terry var fluttur á sjúkrahús eftir að hann meiddist í dag en rannsóknir leiddu í ljós að hann væri ekki fótbrotinn eins og fyrst var óttast.

Hann sagðist stefna á að æfa aftur á morgun og spila á laugardaginn.

Stuðningsmenn enska landsliðsins óttuðust einnig að Terry myndi missa af HM í Suður-Afríku vegna meiðslanna en svo fór ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×