Enski boltinn

Blackpool eða Cardiff fara upp í ensku úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Það verða Blackpool og Cardiff sem mætast í úrslitum umspilskeppninnar í ensku B-deildinni á Wembley-leikvanginum þann 22. maí næstkomandi.

Í kvöld vann Cardiff dramatískan sigur á Blackpool eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Cardiff en Leicester fagnaði 3-2 sigri í kvöld. Framlengja þurfti því leikinn en ekkert mark var skorað í framlengingunni.

Skorað var úr fyrstu sjö spyrnum vítakeppninnar, þar til kom að þætti Frakkans Yann Kermorgant. Hann reyndi að vippa yfir David Marshall, markvörð Cardiff, sem náði auðveldlega að verja laflaust skot hans.

Marshall innsiglaði svo sigurinn með því að verja frá Martyn Waghorn sem var algjörlega óhuggandi á eftir.

Á sama tíma brutust út mikil fagnaðarlæti meðal leikmanna og stuðningsmanna Cardiff enda sæti í ensku úrvalsdeildinni handan við hornið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×