Manchester United sigraði Fulham 3-0 á Old Trafford í ensku úrvaldsdeildinni í dag.
Wayne Rooney virðist óstöðvandi þessa dagana en hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Nani þegar aðeins 30 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik.
Rooney var svo aftur á ferðinni á 84.min leiksins og kom United í 2-0 eftir frábæran undirbúning Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov kláraði svo dæmið með skallamarki á 89. mínútu eftir sendingu af vængnum frá Ji-Sung Park.
United hafa nú endurheimt efsta sætið í deildinni eftir sigurinn í dag. Enn og aftur er Wayne Rooney allt í öllu hjá Manchester United en það virðist enginn geta stoppað manninn þessa dagana.
