Enski boltinn

Carlos Tevez skorar og skorar - sjáið þrennuna hans í gær á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez fagnar einu marka sinna í gær.
Carlos Tevez fagnar einu marka sinna í gær. Mynd/Getty Images
Carlos Tevez var allt í öllu í 3-0 sigri Manchester City á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann fiskaði varnarmanninn Gary Caldwell útaf með rautt spjald á 55. mínútu og skoraði síðan þrennu á tólf mínútum undir lok leiksins.

Carlos Tevez hefur þar með skorað 19 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er maðurinn á bak við að liðið á enn góðan möguleika á því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Sem fyrr er hægt að sjá helstu tilþrif úr leikjum í ensku úrvalsdeildinni hér inn á Vísi skömmu eftir að leikjum lýkur.

Hægt er að sjá mörkin hans Tevez og önnur tilþrif leiksins í gær hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×