Enski boltinn

Bryan Robson: Chelsea eða Manchester United verður meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryan Robson vann titilinn tvisvar sinnum með Manchester United.
Bryan Robson vann titilinn tvisvar sinnum með Manchester United. Mynd/Getty Images
Bryan Robson, fyrrum fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins hefur mesta trú á Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Enska úrvalsdeildin hefst 14. ágúst næstkomandi.

„Að mínu mati þá munu Chelsea eða Man United vinna titilinn," sagði Bryan Robson á knattspyrnuráðstefnu í Singapore. Hann er núverandi landsliðsþjálfari Tælands.

„Ég tel að þetta sé að aðeins tveggja liða kapphlaup. Það er bara mitt mat en auðvitað eru Arsenal, Liverpool og (Manchester) City líka í baráttunni," sagði Robson.

Chelsea og Manchester United hafa unnið enska meistaratitilinn undanfarin sex tímabil. Chelsea vann í vor eftir að United hafði unnið þrjú ár í röð þar á undan. Chelsea vann síðan titilinn 2005 og 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×