Fótbolti

Eggert: Gáfum allt í þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Parken skrifar
Eggert á ferðinni í kvöld.
Eggert á ferðinni í kvöld.

„Það er gríðarlega svekkjandi að hafa fengið þetta mark á okkur undir lokin. Við gáfum allt sem við áttum í leikinn,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson eftir 1-0 tapið fyrir Dönum í kvöld.

„Allt liðið var mjög agað í varnarleiknum við unnum allir mjög vel saman. Það skilaði sér. Við héldum okkar striki og þeir vissu lítið hvað þeir áttu að gera. Við áttum þar að auki jafnvel hættulegri færi en þeir alveg þar til að þeir skora í lok leiksins.“

„Við vissum að Danir eru góðir á boltanum og spila ágætan bolta. En við leyfðum þeim bara ekki að spila betur en þeir gerðu. Þeirra frammistaða var ekki bara undir þeim sjálfum komið heldur einnig hversu góðir við vorum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×