Milljónaniðurfelling fyrir heimili landsins 15. febrúar 2010 06:30 Ólafur Rúnar Ólafsson Lögin eru skýr, óheimilt er að gengistryggja lán. Kröfum fjármálafyrirtækja hefur verið hafnað. Þetta er eins og heimilin í landinu hafi fengið milljónaniðurfellingu á skuldum. Þetta er mat Ólafs Rúnars Ólafssonar, lögmannsins hjá Pacta, sem fékk úr því skorið fyrir helgi að gengistryggð lán væru ólögmæt. „Dómurinn er vel saminn og ég á því frekar von á að hann verði staðfestur í Hæstarétti,“ segir Ólafur Rúnar. Mjög brýnt sé að fá skorið úr þessari óvissu sem skapast hefur eftir að tveir dómar um gengistryggð lán hafa fallið, hvor í sína áttina. Óvissan sé mikil fyrir skuldara. Ólafur Rúnar segist ekki taka undir sjónarmið sem heyrst hafa um að dómstólar breyti gengistryggðu lánunum í verðtryggð lán. Dómurinn, sem féll á föstudag, fjalli ekki um það, heldur einungis um gengistrygginguna. Annað standi óhaggað. „Þú mætir ekki eftir á og breytir samningum gegn vilja lántakandans. Samkvæmt þessu sýndu fjármálafyrirtækin gáleysi eða tóku áhættu með því að giska á að þessi lán slyppu í gegn. Getum við búið við það að dómstólar skeri þau þá niður úr snörunni? spyr Ólafur Rúnar. Ekki sé hægt að láta heimilin borga fyrir allt sem misferst. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir einnig brýnt að fá niðurstöðu í málið. Hann gangi út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán. Mikilvægt sé að líta til þess að lánin séu fjölbreytileg. Því sé of snemmt að ræða um hugsanleg áhrif ólögmætis þessara lána á þau gengistryggðu lán sem hefur nú þegar verið breytt í krónulán. Þótt ein tegund þeirra teldist ólögmæt eigi það ekki endilega við aðrar. Guðjón telur að fari svo að slík lán verði úrskurðuð ólögmæt sé eðlilegt að lántakandinn þyrfti að greiða höfuðstól ásamt verðbótum. „Fólk sem tekur lán gerir ráð fyrir að þurfa að borga til baka. Mér þætti því langsótt ef dómstólar kæmust að því að einstaklingur sem tók lán í erlendri mynt væri eftir á betur settur en sá sem tók verðtryggt lán,“ segir hann. Guðjón minnir á að ýmis úrræði séu í boði til að lækka greiðslubyrði af erlendum lánum, sem fólk geti nýtt sér óhrætt. Það tapi ekki með því mögulegum betri rétti síðar. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, en alls óvíst er hvenær það verður tekið fyrir. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur hvatt til þess að það fái flýtimeðferð. Eyvindur G. Gunnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, sagði á RÚV í gær að hinn nýfallni dómur væri í takt við fyrri dóma Hæstaréttar. Það væri „u-beygja“ ef dómstóllinn yrði nú á annarri skoðun. klemens@frettabladid.is Guðjón Rúnarsson Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Lögin eru skýr, óheimilt er að gengistryggja lán. Kröfum fjármálafyrirtækja hefur verið hafnað. Þetta er eins og heimilin í landinu hafi fengið milljónaniðurfellingu á skuldum. Þetta er mat Ólafs Rúnars Ólafssonar, lögmannsins hjá Pacta, sem fékk úr því skorið fyrir helgi að gengistryggð lán væru ólögmæt. „Dómurinn er vel saminn og ég á því frekar von á að hann verði staðfestur í Hæstarétti,“ segir Ólafur Rúnar. Mjög brýnt sé að fá skorið úr þessari óvissu sem skapast hefur eftir að tveir dómar um gengistryggð lán hafa fallið, hvor í sína áttina. Óvissan sé mikil fyrir skuldara. Ólafur Rúnar segist ekki taka undir sjónarmið sem heyrst hafa um að dómstólar breyti gengistryggðu lánunum í verðtryggð lán. Dómurinn, sem féll á föstudag, fjalli ekki um það, heldur einungis um gengistrygginguna. Annað standi óhaggað. „Þú mætir ekki eftir á og breytir samningum gegn vilja lántakandans. Samkvæmt þessu sýndu fjármálafyrirtækin gáleysi eða tóku áhættu með því að giska á að þessi lán slyppu í gegn. Getum við búið við það að dómstólar skeri þau þá niður úr snörunni? spyr Ólafur Rúnar. Ekki sé hægt að láta heimilin borga fyrir allt sem misferst. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir einnig brýnt að fá niðurstöðu í málið. Hann gangi út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán. Mikilvægt sé að líta til þess að lánin séu fjölbreytileg. Því sé of snemmt að ræða um hugsanleg áhrif ólögmætis þessara lána á þau gengistryggðu lán sem hefur nú þegar verið breytt í krónulán. Þótt ein tegund þeirra teldist ólögmæt eigi það ekki endilega við aðrar. Guðjón telur að fari svo að slík lán verði úrskurðuð ólögmæt sé eðlilegt að lántakandinn þyrfti að greiða höfuðstól ásamt verðbótum. „Fólk sem tekur lán gerir ráð fyrir að þurfa að borga til baka. Mér þætti því langsótt ef dómstólar kæmust að því að einstaklingur sem tók lán í erlendri mynt væri eftir á betur settur en sá sem tók verðtryggt lán,“ segir hann. Guðjón minnir á að ýmis úrræði séu í boði til að lækka greiðslubyrði af erlendum lánum, sem fólk geti nýtt sér óhrætt. Það tapi ekki með því mögulegum betri rétti síðar. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, en alls óvíst er hvenær það verður tekið fyrir. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur hvatt til þess að það fái flýtimeðferð. Eyvindur G. Gunnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, sagði á RÚV í gær að hinn nýfallni dómur væri í takt við fyrri dóma Hæstaréttar. Það væri „u-beygja“ ef dómstóllinn yrði nú á annarri skoðun. klemens@frettabladid.is Guðjón Rúnarsson
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira