Enski boltinn

Ramires til Chelsea fyrir 20 milljónir punda

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ramires í leik með Brössum á HM.
Ramires í leik með Brössum á HM. AFP
Heimasíða ESPN Soccernet greinir frá því í dag að brasilíski miðjumaðurinn Ramires muni ganga í raðir Chelsea í næstu viku.

Þrír miðjumenn hafa yfirgefið Chelsea í sumar, Joe Cole, Deco og Michael Ballack. Félagið hefur keypt Yossi Benayoun.

Ramires stóð sig vel með Brasilíu á HM en hann er 23 ára gamall og spilar með Benfica.

Kaupverðið á honum er0 20 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×