Enski boltinn

Riera skrifar undir hjá Olympiakos

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Gríska félagið Olympiakos hefur tilkynnt að það hafi fest kaup á spænska kantmanninum Albert Riera frá Liverpool. Kaupverðið er um 3,3 milljónir punda. Riera var á sölulista hjá Liverpool eftir að hann móðgaði félagið og þáverandi knattspyrnustjóra þess, Rafael Benítez. Riera skrifaði undir fjögurra ára samning en við komu hans til Grikklands í dag voru stuðningsmenn félagsins á götum úti að fagna líkt og einhver besti leikmaður heims væri á leiðinni til Grikklands. Svo er ekki en Riera átti nokkra góða leiki fyrir Liverpool sem mun þó ekki sakna hans mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×