ESB eflir íslenska menningu 29. júlí 2010 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar er að standa vörð um menningu sína og hefðir. Okkur Íslendingum hefur tekist vel til hvað þetta varðar en betur má ef duga skal í síbreytilegum heimi. Íslensk menning er evrópsk menning og hefur verið það allt frá því að land byggðist. Áhrif annarra heimshluta á hefðir okkar og menningu voru hverfandi allt þar til að bandarískur her steig hér á land. Amerísk áhrif hafa þó aldrei náð að yfirskyggja evrópska menningararfleifð okkar. Hvert sem litið er blasa við evrópsk menningaráhrif. Þetta á til dæmis við um bókmenntir, leiklist, kvikmyndagerð, sjónvarps- og útvarpsefni, trúmál, íþróttir og tónlist. Þátttaka í menningaráætlunum ESB í gegnum EES hefur styrkt íslenska menningu. Fjöldi menningarstyrkja sem landsmönnum hefur hlotnast á öllum þessum sviðum ber þessu vitni. Útkoman er öflugra menningarlíf þar sem íslensk þekking og hefðir hafa fengið að njóta sín. Eitt af markmiðum Evrópusamvinnunnar er að styrkja menningu þjóða Evrópu. ESB stuðlar til dæmis að eflingu allra tungumála og viðhaldi gamalgróinna hefða meðal þjóða sambandsins. Evrópsk menning byggir á virðingu fyrir frelsi og frumkvæði einstaklinga og þjóða. Eitt öflugasta tæki sem við Íslendingar höfum til að efla enn frekar menningu okkar er að taka virkari þátt í starfi ESB. Þannig náum við að styrkja íslenska menningu enn frekar. Nú er lag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar er að standa vörð um menningu sína og hefðir. Okkur Íslendingum hefur tekist vel til hvað þetta varðar en betur má ef duga skal í síbreytilegum heimi. Íslensk menning er evrópsk menning og hefur verið það allt frá því að land byggðist. Áhrif annarra heimshluta á hefðir okkar og menningu voru hverfandi allt þar til að bandarískur her steig hér á land. Amerísk áhrif hafa þó aldrei náð að yfirskyggja evrópska menningararfleifð okkar. Hvert sem litið er blasa við evrópsk menningaráhrif. Þetta á til dæmis við um bókmenntir, leiklist, kvikmyndagerð, sjónvarps- og útvarpsefni, trúmál, íþróttir og tónlist. Þátttaka í menningaráætlunum ESB í gegnum EES hefur styrkt íslenska menningu. Fjöldi menningarstyrkja sem landsmönnum hefur hlotnast á öllum þessum sviðum ber þessu vitni. Útkoman er öflugra menningarlíf þar sem íslensk þekking og hefðir hafa fengið að njóta sín. Eitt af markmiðum Evrópusamvinnunnar er að styrkja menningu þjóða Evrópu. ESB stuðlar til dæmis að eflingu allra tungumála og viðhaldi gamalgróinna hefða meðal þjóða sambandsins. Evrópsk menning byggir á virðingu fyrir frelsi og frumkvæði einstaklinga og þjóða. Eitt öflugasta tæki sem við Íslendingar höfum til að efla enn frekar menningu okkar er að taka virkari þátt í starfi ESB. Þannig náum við að styrkja íslenska menningu enn frekar. Nú er lag.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar