Enski boltinn

Sir Alex hrósar eigendum United sem vann stórsigur í nótt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þessir litir eru áberandi í stúkunni, þeir eru einkennislitir þeirra sem mótmæla eigendum United.
Þessir litir eru áberandi í stúkunni, þeir eru einkennislitir þeirra sem mótmæla eigendum United. AFP
Sir Alex Ferguson segir að hann njóti þess að vinna með eigendum Manchester United, Glazer-fjölskyldunni. Hann segir gagnrýni á umdeilda eigendur félagsins ekki eiga rétt á sér.

"Þeir hafa staðið sig vel. Mér hefur aldrei verið neitað um peninga til að kaupa nýja leikmenn. Ég get ekki kvartað," segir Ferguson.

Skuldir félagsins eru gríðarlegar en ýmsar ákvarðanir eigendanna, til að mynda að hækka miðaverð, hafa farið illa í stuðningsmenn United.

Liðið vann góðan sigur á stjörnuliði MLS-deildarinnar í nótt, 5-2. Federico Macheda skoraði tvö mörk, nýji maðurinn Javier Hernandez eitt líkt og Darron Gibson og Tom Cleverley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×