Enski boltinn

Hodgson: Gæti ekki ímyndað mér erfiðari byrjun hjá Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP

Liverpool keppir í kvöld fyrsta leik sinn á tímabilinu 2010/2011. Félagið er það fyrsta í ensku úrvalsdeildinni sem byrjar svo snemma en það mætir Rabotnicki í forkeppni Evrópudeildarinnar í Makedóníu.

Rabotnicki mun berjast til síðasta blóðdropa en Hodgson vonast til þess að ungt lið sitt nái góðum úrslitum fyrir seinni leikinn á Anfield.

"Ég gat ekki ímyndað mér erfiðari byrjun á ferlinum hjá Liverpool. Að spila í Skopje gegn góðu liði og að hafa ekki tíu aðalliðsmenn með, þetta gæti ekki verið erfiðara," sagði nýji stjórinn.

"Allar keppnir eru mikilvægar fyrir okkur og þetta er fyrsti keppnisleikur minn hjá félaginu. Það hefði verið fínt að spila aðeins seinna til að geta notað alla leikmennina en það er bara ekki hægt."

Fernando Torres og Pepe Reina eru ekki einu sinni byrjaðir að æfa með liðinu eftir HM. David Ngog mun leiða sóknina og Lucas verður væntanlega fyrirliði liðsins.

Staðarblaðið Echo greinir frá því í dag að Liverpool sé hætt við að kaupa Luke Young frá Aston Villa og að hvorki Maxi Rodriguex, orðaður við Espanyol, né Daniel Pacheco sem mörg félög vildu fá lánaðan, séu á leiðinni frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×