Íslenski boltinn

Haraldur: Fannst við mæta slöku FH-liði

Elvar Geir Magnússon skrifar

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var verulega svekktur eftir bikarleikinn gegn FH í kvöld. FH vann 3-2 útisigur og er komið í átta liða úrslit. Haraldur telur Keflavík hafa verið sterkara liðið í leiknum.

„Mér fannst við vera ofan á eiginlega allan leikinn. Við fáum lítið fyrir það. Mér fannst við mæta slöku FH-liði í dag. Þetta er hrikalega svekkjandi en ef við reynum að líta eitthvað jákvætt á þetta þá fannst mér við vera að spila vel í dag þó við höfum ekki farið með sigur af hólmi," sagði Haraldur augljóslega svekktur.

„Við áttum að ná að troða boltanum inn þarna í fyrri hálfleik. Þeir segja að FH-ingur hafi varið boltann með hendi á línu, ef það er satt þá er það bara víti og rautt. En svo gleymum við okkur eitt augnablik og þeir fara með forystu í hálfleikinn. Svo fannst mér við aftur vera ofan á í leiknum þegar þeir fá víti."

„Við sýndum allavega smá karakter og komum til baka, þetta var leikur allan tímann. En svona er þetta, við tökum þá bara í deildinni," sagði Haraldur Freyr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×