Íslenski boltinn

Gilles Ondo eftirsóttur en verður ekki seldur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli
Gilles Ondo er eftirsóttur af félögum um allan heim og líklegt er að tilboð berist í hann áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september.

Grindvíkingar mega ekki við því að missa sinn helsta markaskorara segir Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Það er mjög ólíklegt að við seljum hann. Við erum í bullandi fallbaráttu og við höfum bara ekki efni á því. Hann er samningslaus eftir tímabilið og það er ekkert launungamál að hann ætlar sér að spila í stærri deild," sagði Þorsteinn.

Nánast engar líkur eru því á því að hann fari þar sem ekkert félag er væntanlega tilbúið að greiða háa upphæð fyrir Ondo í ágúst þegar það getur fengið hann frítt í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×