Hálft ár eftir til að rifta gjöfum til maka 23. febrúar 2010 05:30 Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason. Forstjórar Existu færðu báðir íbúðarhús sín á eiginkonurnar í kringum bankahrunið. Það sama gerðu margir háttsettir starfsmenn Kaupþings. Eftir rúmt hálft ár rennur út frestur til að krefjast þess að eignatilfærslum manna, til dæmis á maka sína, í miðju bankahruni verði rift. Vegna þessa hafa þrír þingmenn Samfylkingarinnar í þrígang lagt fram frumvarp á Alþingi um að þessi frestur verði lengdur. Mörg dæmi voru um það um og eftir bankahrun að eignamenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja afsöluðu íbúðarhúsum sínum, bílum, sumarhúsum og jörðum, á eiginkonur sínar eða annað nákomið fólk, eða færðu eignirnar í eignarhaldsfélög. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í þessu samhengi eru Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, forstjórar Existu, Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka, nokkrir fyrrverandi yfirmenn hjá Kaupþingi, Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem færðu eignir sínar í eignarhaldsfélög, auk annarra. Verði þessir menn gjaldþrota er, samkvæmt núgildandi lögum, hægt að rifta gjafagerningunum svo framarlega sem farið er fram á greiðslustöðvunina innan við tveimur árum frá því að eignatilfærslan á sér stað. Nú eru um sjö mánuðir þar til sá frestur er liðinn í flestum tilfellum. Til að koma í veg fyrir „að hagsmunir spillist vegna álags og tímaskorts" vilja þrír þingmenn Samfylkingar, með Helga Hjörvar í fararbroddi, lengja þennan frest í fjögur ár þegar um ræðir gjörninga frá bankahruni og út næsta ár. Málið hefur í þrígang verið lagt fyrir Alþingi og var síðast rætt í gær. Helgi sagðist í samtali við Fréttablaðið telja mjög mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir vorið. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra, og þá hverjir, sem stóðu í slíkum eignatilfærslum í hruninu stefna í gjaldþrot. Takist hins vegar öllum þeirra að forðast gjaldþrot þar til riftunarfresturinn er liðinn er samt ekki öll nótt úti fyrir hugsanlega kröfuhafa. Þeir gætu þá höfðað skaðabótamál á hendur viðkomandi telji þeir að eignatilfærslan hafi verið málamyndagerningur til þess eins að koma eignum undan. Það er þó mun torsóttara en einföld riftun gjafagernings innan tímamarka. Enn á eftir að ákveða hvort þeir starfsmenn Kaupþings sem fengu lán til hlutabréfakaupa fá persónulegar ábyrgðir sínar felldar niður. Fari svo, kann hin niðurfellda upphæð að vera skattskyld. Knýi sú skattskylda menn í þrot gagnast það þeim hins vegar ekki að hafa flutt eign sína á maka, enda eru hjón samábyrg fyrir skattgreiðslum.stigur@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Eftir rúmt hálft ár rennur út frestur til að krefjast þess að eignatilfærslum manna, til dæmis á maka sína, í miðju bankahruni verði rift. Vegna þessa hafa þrír þingmenn Samfylkingarinnar í þrígang lagt fram frumvarp á Alþingi um að þessi frestur verði lengdur. Mörg dæmi voru um það um og eftir bankahrun að eignamenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja afsöluðu íbúðarhúsum sínum, bílum, sumarhúsum og jörðum, á eiginkonur sínar eða annað nákomið fólk, eða færðu eignirnar í eignarhaldsfélög. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í þessu samhengi eru Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, forstjórar Existu, Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka, nokkrir fyrrverandi yfirmenn hjá Kaupþingi, Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem færðu eignir sínar í eignarhaldsfélög, auk annarra. Verði þessir menn gjaldþrota er, samkvæmt núgildandi lögum, hægt að rifta gjafagerningunum svo framarlega sem farið er fram á greiðslustöðvunina innan við tveimur árum frá því að eignatilfærslan á sér stað. Nú eru um sjö mánuðir þar til sá frestur er liðinn í flestum tilfellum. Til að koma í veg fyrir „að hagsmunir spillist vegna álags og tímaskorts" vilja þrír þingmenn Samfylkingar, með Helga Hjörvar í fararbroddi, lengja þennan frest í fjögur ár þegar um ræðir gjörninga frá bankahruni og út næsta ár. Málið hefur í þrígang verið lagt fyrir Alþingi og var síðast rætt í gær. Helgi sagðist í samtali við Fréttablaðið telja mjög mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir vorið. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra, og þá hverjir, sem stóðu í slíkum eignatilfærslum í hruninu stefna í gjaldþrot. Takist hins vegar öllum þeirra að forðast gjaldþrot þar til riftunarfresturinn er liðinn er samt ekki öll nótt úti fyrir hugsanlega kröfuhafa. Þeir gætu þá höfðað skaðabótamál á hendur viðkomandi telji þeir að eignatilfærslan hafi verið málamyndagerningur til þess eins að koma eignum undan. Það er þó mun torsóttara en einföld riftun gjafagernings innan tímamarka. Enn á eftir að ákveða hvort þeir starfsmenn Kaupþings sem fengu lán til hlutabréfakaupa fá persónulegar ábyrgðir sínar felldar niður. Fari svo, kann hin niðurfellda upphæð að vera skattskyld. Knýi sú skattskylda menn í þrot gagnast það þeim hins vegar ekki að hafa flutt eign sína á maka, enda eru hjón samábyrg fyrir skattgreiðslum.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira