Lögfræðingur segir borgina slá ryki í augu almennings 23. febrúar 2010 05:00 Brimborg sættir sig ekki við að Reykjavíkurborg neitar að taka aftur við lóð sem bílafyrirtækið keypti byggingarréttinn á fyrir hrun.Fréttablaðið/Anton „Þetta er ámælisvert og greinilega tilraun til þess að slá ryki í augu almennings,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður Brimborgar, sem gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að afvegaleiða umræðuna um úrskurð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í kærumáli fyrirtækisins vegna synjunar á lóðarskilum á Esjumelum. Eftir úrskurð samöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í máli Brimborgar hefur borgin vitnað til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í desember í máli Hugar ehf. sem borgin synjaði um að fá að skila tæplega 300 milljóna króna lóð í Hádegismóum. Héraðsdómur sagði að borginni hefði ekki borið að taka við lóðinni aftur. Borgin hefur sagt þennan dóm og úrskurð ráðuneytisins stangast algjörlega á. Tómas Jónsson segir málin hins vegar ekki sambærileg. Það sé rétt að Brimborg hafi byggt á því að til staðar væri einhliða skilaréttur á lóðum. Þessu hafi bæði héraðsdómur og ráðuneytið hafnað; héraðsdómur í máli Hugar og ráðuneytið í máli Brimborgar. Málin væru hins vegar frábrugðin í veigamiklum atriðum enda hafi Brimborg að auki byggt málflutning sinn á því að Reykjavíkurborg hefði brotið stjórnsýslureglur gagnvart félaginu, þar með talda jafnræðisregluna. „Ráðuneytið fellst á þau rök og á því byggist niðurstaða ráðuneytisins um að ákvörðun Reykjavíkurborgar sé ógild. Þessi slæma stjórnsýsla var ekki til umfjöllunar í nefndum héraðsdómi enda átti Brimborg enga aðild að því máli,“ segir Tómas. „Niðurstaða héraðsdóms og ráðuneytisins var samhljóða varðandi skilaréttinn en stjórnsýsluafglöp borgarinnar og meint valdníðsla gagnvart Brimborg var alls ekki til umfjöllunar í þessum héraðsdómi sem borgin ber fyrir sig.“ Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir þetta ekki rétt hjá Tómasi. „Ein meginforsenda ráðuneytisins fyrir sinni niðurstöðu er að í framkvæmd hafi lóðarhöfum atvinnulóða verið heimil einhliða skil lóða. Af þeim sökum hafi sú ákvörðun Reykjavíkurborgar, að hætta að taka við lóðum, talist meðal annars brot á jafnræðisreglunni. Héraðsdómur kemst að þveröfugri niðurstöðu. Enginn einhliða skilaréttur hafi verið til staðar og því hafi engin jafnræðisregla verið brotin,“ útskýrir borgarlögmaður. gar@frettabladid.is Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Þetta er ámælisvert og greinilega tilraun til þess að slá ryki í augu almennings,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður Brimborgar, sem gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að afvegaleiða umræðuna um úrskurð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í kærumáli fyrirtækisins vegna synjunar á lóðarskilum á Esjumelum. Eftir úrskurð samöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í máli Brimborgar hefur borgin vitnað til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í desember í máli Hugar ehf. sem borgin synjaði um að fá að skila tæplega 300 milljóna króna lóð í Hádegismóum. Héraðsdómur sagði að borginni hefði ekki borið að taka við lóðinni aftur. Borgin hefur sagt þennan dóm og úrskurð ráðuneytisins stangast algjörlega á. Tómas Jónsson segir málin hins vegar ekki sambærileg. Það sé rétt að Brimborg hafi byggt á því að til staðar væri einhliða skilaréttur á lóðum. Þessu hafi bæði héraðsdómur og ráðuneytið hafnað; héraðsdómur í máli Hugar og ráðuneytið í máli Brimborgar. Málin væru hins vegar frábrugðin í veigamiklum atriðum enda hafi Brimborg að auki byggt málflutning sinn á því að Reykjavíkurborg hefði brotið stjórnsýslureglur gagnvart félaginu, þar með talda jafnræðisregluna. „Ráðuneytið fellst á þau rök og á því byggist niðurstaða ráðuneytisins um að ákvörðun Reykjavíkurborgar sé ógild. Þessi slæma stjórnsýsla var ekki til umfjöllunar í nefndum héraðsdómi enda átti Brimborg enga aðild að því máli,“ segir Tómas. „Niðurstaða héraðsdóms og ráðuneytisins var samhljóða varðandi skilaréttinn en stjórnsýsluafglöp borgarinnar og meint valdníðsla gagnvart Brimborg var alls ekki til umfjöllunar í þessum héraðsdómi sem borgin ber fyrir sig.“ Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir þetta ekki rétt hjá Tómasi. „Ein meginforsenda ráðuneytisins fyrir sinni niðurstöðu er að í framkvæmd hafi lóðarhöfum atvinnulóða verið heimil einhliða skil lóða. Af þeim sökum hafi sú ákvörðun Reykjavíkurborgar, að hætta að taka við lóðum, talist meðal annars brot á jafnræðisreglunni. Héraðsdómur kemst að þveröfugri niðurstöðu. Enginn einhliða skilaréttur hafi verið til staðar og því hafi engin jafnræðisregla verið brotin,“ útskýrir borgarlögmaður. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira