Lögfræðingur segir borgina slá ryki í augu almennings 23. febrúar 2010 05:00 Brimborg sættir sig ekki við að Reykjavíkurborg neitar að taka aftur við lóð sem bílafyrirtækið keypti byggingarréttinn á fyrir hrun.Fréttablaðið/Anton „Þetta er ámælisvert og greinilega tilraun til þess að slá ryki í augu almennings,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður Brimborgar, sem gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að afvegaleiða umræðuna um úrskurð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í kærumáli fyrirtækisins vegna synjunar á lóðarskilum á Esjumelum. Eftir úrskurð samöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í máli Brimborgar hefur borgin vitnað til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í desember í máli Hugar ehf. sem borgin synjaði um að fá að skila tæplega 300 milljóna króna lóð í Hádegismóum. Héraðsdómur sagði að borginni hefði ekki borið að taka við lóðinni aftur. Borgin hefur sagt þennan dóm og úrskurð ráðuneytisins stangast algjörlega á. Tómas Jónsson segir málin hins vegar ekki sambærileg. Það sé rétt að Brimborg hafi byggt á því að til staðar væri einhliða skilaréttur á lóðum. Þessu hafi bæði héraðsdómur og ráðuneytið hafnað; héraðsdómur í máli Hugar og ráðuneytið í máli Brimborgar. Málin væru hins vegar frábrugðin í veigamiklum atriðum enda hafi Brimborg að auki byggt málflutning sinn á því að Reykjavíkurborg hefði brotið stjórnsýslureglur gagnvart félaginu, þar með talda jafnræðisregluna. „Ráðuneytið fellst á þau rök og á því byggist niðurstaða ráðuneytisins um að ákvörðun Reykjavíkurborgar sé ógild. Þessi slæma stjórnsýsla var ekki til umfjöllunar í nefndum héraðsdómi enda átti Brimborg enga aðild að því máli,“ segir Tómas. „Niðurstaða héraðsdóms og ráðuneytisins var samhljóða varðandi skilaréttinn en stjórnsýsluafglöp borgarinnar og meint valdníðsla gagnvart Brimborg var alls ekki til umfjöllunar í þessum héraðsdómi sem borgin ber fyrir sig.“ Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir þetta ekki rétt hjá Tómasi. „Ein meginforsenda ráðuneytisins fyrir sinni niðurstöðu er að í framkvæmd hafi lóðarhöfum atvinnulóða verið heimil einhliða skil lóða. Af þeim sökum hafi sú ákvörðun Reykjavíkurborgar, að hætta að taka við lóðum, talist meðal annars brot á jafnræðisreglunni. Héraðsdómur kemst að þveröfugri niðurstöðu. Enginn einhliða skilaréttur hafi verið til staðar og því hafi engin jafnræðisregla verið brotin,“ útskýrir borgarlögmaður. gar@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
„Þetta er ámælisvert og greinilega tilraun til þess að slá ryki í augu almennings,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður Brimborgar, sem gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að afvegaleiða umræðuna um úrskurð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í kærumáli fyrirtækisins vegna synjunar á lóðarskilum á Esjumelum. Eftir úrskurð samöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í máli Brimborgar hefur borgin vitnað til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í desember í máli Hugar ehf. sem borgin synjaði um að fá að skila tæplega 300 milljóna króna lóð í Hádegismóum. Héraðsdómur sagði að borginni hefði ekki borið að taka við lóðinni aftur. Borgin hefur sagt þennan dóm og úrskurð ráðuneytisins stangast algjörlega á. Tómas Jónsson segir málin hins vegar ekki sambærileg. Það sé rétt að Brimborg hafi byggt á því að til staðar væri einhliða skilaréttur á lóðum. Þessu hafi bæði héraðsdómur og ráðuneytið hafnað; héraðsdómur í máli Hugar og ráðuneytið í máli Brimborgar. Málin væru hins vegar frábrugðin í veigamiklum atriðum enda hafi Brimborg að auki byggt málflutning sinn á því að Reykjavíkurborg hefði brotið stjórnsýslureglur gagnvart félaginu, þar með talda jafnræðisregluna. „Ráðuneytið fellst á þau rök og á því byggist niðurstaða ráðuneytisins um að ákvörðun Reykjavíkurborgar sé ógild. Þessi slæma stjórnsýsla var ekki til umfjöllunar í nefndum héraðsdómi enda átti Brimborg enga aðild að því máli,“ segir Tómas. „Niðurstaða héraðsdóms og ráðuneytisins var samhljóða varðandi skilaréttinn en stjórnsýsluafglöp borgarinnar og meint valdníðsla gagnvart Brimborg var alls ekki til umfjöllunar í þessum héraðsdómi sem borgin ber fyrir sig.“ Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir þetta ekki rétt hjá Tómasi. „Ein meginforsenda ráðuneytisins fyrir sinni niðurstöðu er að í framkvæmd hafi lóðarhöfum atvinnulóða verið heimil einhliða skil lóða. Af þeim sökum hafi sú ákvörðun Reykjavíkurborgar, að hætta að taka við lóðum, talist meðal annars brot á jafnræðisreglunni. Héraðsdómur kemst að þveröfugri niðurstöðu. Enginn einhliða skilaréttur hafi verið til staðar og því hafi engin jafnræðisregla verið brotin,“ útskýrir borgarlögmaður. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira