Íslenski boltinn

Guðmundur: Sakna þessara stiga sem við töpuðum í kvöld

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Guðmundur skoraði fyrsta markið á nýja vellinum í Keflavík.
Guðmundur skoraði fyrsta markið á nýja vellinum í Keflavík.
„Þetta var hörkuleikur og tvö frábær fótboltalið að keppa. Það var gaman að fá að taka þátt í þessu við þessar flottu aðstæður," sagði markaskorarinn Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavík, eftir jafntefli gegn FH-ingum í kvöld. Heimamenn vígðu nýja völlinn sinn og geta nú loks farið að spila á sínum eigin heimavelli. Guðmundur segir stórkostlegt að vera kominn aftur á þeirra rétta heimavöll. „Ég er sáttur við öll stig en á heimavelli vill ég alltaf fá öll stigin og ég sakna þessara stiga sem við töpuðum í kvöld. En það er stórkostlegt að vera komnir aftur hingað því það finnst öllum betra að vera hér, meira að segja áhorfendum líka enda komast helmingi fleiri að hér en út í Njarðvík," sagði Guðmundur en Keflvíkingur spiluðu heimaleiki sína þar fram að leiknum í kvöld. „Bæði lið vildu sigra en það tókst ekki og FH-ingarnir verða að fara rífa sig upp ef þeir ætla að taka þátt í toppbaráttunni en við ætlum okkur klárlega vera það. En svona heilt yfir þá held ég menn geti sætt sig við stigið úr þessum leik," sagði Guðmundur að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×