Í byrjun janúar verður haldið áhugavert fótboltamót í Fífunni í Kópavogi, Vodafone Cup, en mótið er ætlað áhugamönnum. Sigurliðið mun svo keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu móti sem fram fer í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í febrúar.
Auk þess að taka þátt í mótinu Í Abu Dhabi fá leikmenn liðsins VIP-aðgang að árlegri verðlaunahátíð góðgerðasamtakanna Laureus þar sem fram fer val á bestu íþróttamönnum heims.
Meðal þeirra sem verðlaunaðir voru á síðustu hátíð voru spretthlauparinn Usain Bolt, tenniskonurnar Serena Williams og Kim Clijsters auk kappaskturshetjunnar Jenson Button. Kynnir hátíðarinnar var leikarinn Kevin Spacey.
Nánari upplýsingar um Vodafone Cup má finna á heimasíðunni vodafone.is.