Enski boltinn

Framtíðin óráðin hjá Kuyt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt er ekki viss um að hann verði áfram í herbúðum Liverpool á næstu leiktíð. Hann ætlar að fara yfir sín mál þegar HM er lokið.

Talsverð óvissa er í herbúðum Liverpool eftir að Rafa Benitez fór en félagið er ekki enn búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra.

"Ég er að reyna að einbeita mér að Heimsmeistarakeppninni núna. Ég á enn mikið eftir af samningi mínum við Liverpool. Við þurfum samt að sjá hvað gerist með þau mál eftir að HM lýkur," sagði Kuyt við blaðamenn.

Kuyt segist ekki hafa rætt við Rafa Benitez síðan hann yfirgaf Liverpool en segist þó hafa fengið sms frá honum. Þar var Benitez að óska honum góðs gengis en ekki að bjóða honum til Inter.

Kuyt er þrátt fyrir það enn orðaður við Inter en Benitez er sagður vera mjög spenntur fyrir því að taka Kuyt yfir til Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×