Íslenski boltinn

ÍBV - KR í kvöld sýndur beint á SportTv

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson og félagar í KR mæta ÍBV í kvöld.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson og félagar í KR mæta ÍBV í kvöld.

Vefsjónvarpsstöðin SportTV mun í kvöld sýna beint frá leik ÍBV - KR í Lengjubikarnum í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 21:00 og er í Egilshöll.

Í vikunni gekk SportTv frá samningum við KSÍ og Sportfive um réttinn á sýningum frá leikjum í Lengjubikarnum. Vefsíða stöðvarinnar er sporttv.is.

Þrír leikir eru í Lengjubikarnum í kvöld en hinir tveir hefjast klukkan 19. Grótta og Breiðablik mætast í Kórnum í Kópavogi og HK og Þróttur í Egilshöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×