Íslenski boltinn

Atli: Ég þurfti að svara Guðjóni Baldvins

Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Þetta er hundleiðinlegt að tapa þessu svona undir lokin, við ætluðum að halda þessum liðum fyrir neðan okkur," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 3-2 tap gegn Fram í kvöld.

„Við sáum að Keflavík tapaði í gær og við sáum gott framundan að geta tryggt aðeins fimmta sætið og byggja svo ofan á það, reyna að sækja fjórða sætið en því miður. Markmiðið núna er að gera eins gott og við getum og eins ofarlega og við getum, það eru fjórir leikir eftir og allir geta unnið alla."

Stjarnan lenti enn einu sinni undir í sumar og var Atli óánægður með það

„Það þarf að fara að skoða þessi mörk sem við fáum alltaf á okkur í byrjun, það er erfitt að þurfa að vinna upp forystu í hverjum leik,"

Atli skoraði sjálfur glæsilegt mark af um 25 metra færi óverjandi fyrir Hannes Þór í marki Fram.

„Guðjón Baldvinsson var eitthvað að monta sig yfir að hafa skorað voðalega flott mark og maður þurfti bara að svara því," sagði Atli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×