Innlent

Hanna Birna verður forseti borgarstjórnar

Jón tekur við af Hönnu Birnu sem borgarstjóri í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hún forseti borgarstjórnar.
Jón tekur við af Hönnu Birnu sem borgarstjóri í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hún forseti borgarstjórnar. Mynd/Daníel Rúnarsson
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að taka boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að gerast forseti borgarstjórnar. Sömu heimildir herma að Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, verði fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Ekki liggur fyrir hver aðkoma Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna verður að öðru leyti að stjórn borgarinnar og hvort að flokkarnir muni til að mynda stýra einhverjum nefndum.

Nýkjörin borgarstjórn kemur saman í fyrsta sinn í dag klukkan tvö en þá tekur nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar við stjórn Reykjavíkurborgar. Eins og áður hefur komið fram verður Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs.




Tengdar fréttir

Ætla að stuðla að uppbyggingu í Vatnsmýrinni

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að nýr meirihluti í borginni ætli að stuðla að uppbyggingu í Vatnsmýrinni, en ekki er þó ljóst hvort það þýðir að flugvöllurinn verði endanlega fluttur þaðan. Dagur kynnti málefnasamning Samfylkingarinnar og Besta flokksins í gærkvöldi, þar sem þetta kom farm og að stefnt sé að sameiningu ýmissa sviða og ráða í borginni, til hagræðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×