Jón vill bæði ísbjörn og fleiri leikskólapláss 6. júní 2010 19:09 Jón Gnarr tekur ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra sé að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í húsdýragarðinum. Hann vill gera hvorutveggja og segir alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sýnt vilja til að styrkja komu ísbjarnar í garðinn. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins telur að það muni kosta mikið að útbúa aðstöðu fyrir ísbirni í garðinum eins og Besti flokkurinn hefur lagt til. Framsóknarmenn hafa skotið á að það myndi kosta um 250 milljónir en hann telur að verja þurfi talsvert meira fé til þess að gera aðstöðuna. Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri og formaður Besta flokksins, minnir á að ísbirnir séu á válista hjá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum. Loftslagsbreytingarnar hafi breytt heimkynnum hans og valdi því að von sé á fleirum hingað til lands. Betra sé að koma dýrunum fyrir í Húsdýragarðinum áður en þau eru flutt til heimkynna sinna heldur en að skjóta þau. „Startkostnaðurinn er vissulega einhver en ég held að hagnaðurinn sé miklu meiri ef við hugsum þetta til enda," segir jón og nefnir að ísbirnir munu draga að ferðamenn og hægt væri að nýta verkefnið til rannsókna á lifnaðarháttu villtra dýra og breytinga á náttúrufari. En hvort þykir Jóni mikilvægara að koma fá 160 börnum inn í leikskóla eins og hægt væri að gera fyrir 250 milljónir og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær eða koma ísbirni fyrir? „Ég held að það sé hægt að gera þetta án þess að skera niður beinlínis út af þessu," segir Jón. Hvenær á að hrinda þessu í framkvæmd? „Það verður ekki gert á einum degi. Ég mun gera það í nánu samstarfi við starfsfólk Húsdýragarðsins og líka í samvinnu við alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem hafa sýnt þessu gríðarlegan áhuga," segir Jón. Jón segist hvorki vilja hækka útsvör eða hærri þjónustugjöld heldur vilji hann reyna að skapa borginni tekjur með nýjum leiðum. Til að mynda með alþjóðlegu hvítflibbafangelsi sem hann hafi áður nefnt. Hann segist hafa verið í óformlegum samskiptum við fangelsismála yfirvöld vegna málsins og segir að þar hafi hugmyndum sínum verið mjög vel tekið. Ekki náðist samband við forstjóra Fangelsismálstofunnar vegna málsins í dag. Tengdar fréttir Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. 5. júní 2010 18:48 Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land. 6. júní 2010 10:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Jón Gnarr tekur ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra sé að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í húsdýragarðinum. Hann vill gera hvorutveggja og segir alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sýnt vilja til að styrkja komu ísbjarnar í garðinn. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins telur að það muni kosta mikið að útbúa aðstöðu fyrir ísbirni í garðinum eins og Besti flokkurinn hefur lagt til. Framsóknarmenn hafa skotið á að það myndi kosta um 250 milljónir en hann telur að verja þurfi talsvert meira fé til þess að gera aðstöðuna. Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri og formaður Besta flokksins, minnir á að ísbirnir séu á válista hjá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum. Loftslagsbreytingarnar hafi breytt heimkynnum hans og valdi því að von sé á fleirum hingað til lands. Betra sé að koma dýrunum fyrir í Húsdýragarðinum áður en þau eru flutt til heimkynna sinna heldur en að skjóta þau. „Startkostnaðurinn er vissulega einhver en ég held að hagnaðurinn sé miklu meiri ef við hugsum þetta til enda," segir jón og nefnir að ísbirnir munu draga að ferðamenn og hægt væri að nýta verkefnið til rannsókna á lifnaðarháttu villtra dýra og breytinga á náttúrufari. En hvort þykir Jóni mikilvægara að koma fá 160 börnum inn í leikskóla eins og hægt væri að gera fyrir 250 milljónir og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær eða koma ísbirni fyrir? „Ég held að það sé hægt að gera þetta án þess að skera niður beinlínis út af þessu," segir Jón. Hvenær á að hrinda þessu í framkvæmd? „Það verður ekki gert á einum degi. Ég mun gera það í nánu samstarfi við starfsfólk Húsdýragarðsins og líka í samvinnu við alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem hafa sýnt þessu gríðarlegan áhuga," segir Jón. Jón segist hvorki vilja hækka útsvör eða hærri þjónustugjöld heldur vilji hann reyna að skapa borginni tekjur með nýjum leiðum. Til að mynda með alþjóðlegu hvítflibbafangelsi sem hann hafi áður nefnt. Hann segist hafa verið í óformlegum samskiptum við fangelsismála yfirvöld vegna málsins og segir að þar hafi hugmyndum sínum verið mjög vel tekið. Ekki náðist samband við forstjóra Fangelsismálstofunnar vegna málsins í dag.
Tengdar fréttir Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. 5. júní 2010 18:48 Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land. 6. júní 2010 10:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. 5. júní 2010 18:48
Fjölmiðlafulltrúi segir aðstöðu fyrir hvítabjörn ekki kosta 250 milljónir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land. 6. júní 2010 10:04