Hundruð milljóna horfnar 10. apríl 2010 18:48 Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. Skattrannsóknarstjóri krafðist nú fyrir helgi að eignir tveggja manna yrðu kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og Steingrímur Pétursson, viðskiptafélagi hans. Þeir félagar eiga meðal annars Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér að því að selja málningu. Hlutverk og stefna félagsins breyttist þó og varð fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti í óskráðum félögum og fasteignum. Þá var Baldur einnig áberandi sem forstjóri Eimskipafélags Íslands en Baldur tapaði dómsmáli þar sem hann krafðist 140 milljóna króna starfslokagreiðslu þrátt fyrir milljarða tap félagsins undir hans stjórn. Skattrannsóknarstjóri sagði í fréttum okkar í gær að það hefði þurft að kyrrsetja eigur auðmanna fyrr til að koma í veg fyrir að þeir kæmu þeim undan. „Þetta hefur verið að gerast fyrir framan á nefið á okkur. Það tæmast bara reikningar," segir Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hundruð milljóna króna horfið út af reikningum Baldurs á síðustu misserum. Þá flutti Baldur fjórar fasteignir, meðal annars einbýlishús á Akureyri þar sem hann er nú búsettur, af eigin nafni yfir í félagið BÖG árið 2008. Félagið er að fullu í hans eigu en möguleiki er fyrir hendi að krefjast kyrrsetningar á eignarhlutum manna í félögum. Ekki náðist í Baldur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. Skattrannsóknarstjóri krafðist nú fyrir helgi að eignir tveggja manna yrðu kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og Steingrímur Pétursson, viðskiptafélagi hans. Þeir félagar eiga meðal annars Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér að því að selja málningu. Hlutverk og stefna félagsins breyttist þó og varð fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti í óskráðum félögum og fasteignum. Þá var Baldur einnig áberandi sem forstjóri Eimskipafélags Íslands en Baldur tapaði dómsmáli þar sem hann krafðist 140 milljóna króna starfslokagreiðslu þrátt fyrir milljarða tap félagsins undir hans stjórn. Skattrannsóknarstjóri sagði í fréttum okkar í gær að það hefði þurft að kyrrsetja eigur auðmanna fyrr til að koma í veg fyrir að þeir kæmu þeim undan. „Þetta hefur verið að gerast fyrir framan á nefið á okkur. Það tæmast bara reikningar," segir Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hundruð milljóna króna horfið út af reikningum Baldurs á síðustu misserum. Þá flutti Baldur fjórar fasteignir, meðal annars einbýlishús á Akureyri þar sem hann er nú búsettur, af eigin nafni yfir í félagið BÖG árið 2008. Félagið er að fullu í hans eigu en möguleiki er fyrir hendi að krefjast kyrrsetningar á eignarhlutum manna í félögum. Ekki náðist í Baldur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira