Umfjöllun: Eyjamenn aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2010 18:31 Tryggvi Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir ÍBV í kvöld. Mynd/Vilhelm ÍBV kom sér aftur á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrsta leik 9. umferðar. Óhætt er að segja að Eyjamenn hafi byrjað af krafti í leiknum en fyrsta markið kom eftir aðeins 40 sekúndur. Þó kom markið úr þriðja skoti leiksins. Þórarinn Ingi Valdimarsson braust upp vinstri kantinn og náði tveimur skotum að marki sem Jóhann Ólafur Sigurðsson varði bæði í marki Selfyssinga. Boltinn barst þá hins vegar til Tryggva Guðmundssonar sem gerði engin mistök og skoraði fyrsta mark leiksins. Eyjamenn fengu fleiri tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, reyndi að hrista upp í sínu liði með tvöfaldri skiptingu á 58. mínútu en allt kom fyrir ekki. Á 63. mínútu fékk ÍBV hornspyrnu sem James Hurst tók en hann var að leika kveðjuleik sinn með Eyjamönnum í kvöld. Rasmus Christiansen skallaði boltann að marki en Jóhann Ólafur náði að verja í stöngina. Í þetta sinn var það Tony Mawejje sem fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu skoti í þaknetið. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Eyjamenn að innsigla sigurinn með sínu þriðja marki í leiknum. Nú sótti Þórarinn Ingi upp hægri kantinn og stakk boltanum inn á varamanninn Eyþór Helga Birgisson. Hann missti hins vegar af boltanum sem barst á Tryggva sem var þar með sloppinn einn gegn Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Honum brást ekki heldur bogalistin þá og skoraði af öryggi. Niðurstaðan því öruggur sigur Eyjamanna sem eru nú komnir aftur á topp Pepsi-deildar karla, um stundarsakir að minnsta kosti en 9. umferð deildarinnar klárast nú á sunnudaginn.ÍBV - Selfoss 3-0 1-0 Tryggvi Guðmundsson (1.) 2-0 Tony Mawejje (63.) 3-0 Tryggvi Guðmundsson (76.) Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 1.292Dómari: Þóroddur Hjaltalín (6)Skot (á mark): 18-7 (12-4)Varin skot: Albert 2 - Jóhann Ólafur 6Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 9-7Rangstöður: 2-5ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Tony Mawejje 7 (73. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 7 Andri Ólafsson 8 Tryggvi Guðmundsson 8 - maður leiksins Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Denis Sytnik 6 (49. Eyþór Helgi Birgisson 6) Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Einar Ottó Antonsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Ingi Rafn Ingibergsson 6 (58. Jón Guðbrandsson 6) Andri Freyr Björnsson 5 Ingólfur Þórarinsson 6 (58. Davíð Birgisson 6) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
ÍBV kom sér aftur á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrsta leik 9. umferðar. Óhætt er að segja að Eyjamenn hafi byrjað af krafti í leiknum en fyrsta markið kom eftir aðeins 40 sekúndur. Þó kom markið úr þriðja skoti leiksins. Þórarinn Ingi Valdimarsson braust upp vinstri kantinn og náði tveimur skotum að marki sem Jóhann Ólafur Sigurðsson varði bæði í marki Selfyssinga. Boltinn barst þá hins vegar til Tryggva Guðmundssonar sem gerði engin mistök og skoraði fyrsta mark leiksins. Eyjamenn fengu fleiri tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, reyndi að hrista upp í sínu liði með tvöfaldri skiptingu á 58. mínútu en allt kom fyrir ekki. Á 63. mínútu fékk ÍBV hornspyrnu sem James Hurst tók en hann var að leika kveðjuleik sinn með Eyjamönnum í kvöld. Rasmus Christiansen skallaði boltann að marki en Jóhann Ólafur náði að verja í stöngina. Í þetta sinn var það Tony Mawejje sem fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu skoti í þaknetið. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Eyjamenn að innsigla sigurinn með sínu þriðja marki í leiknum. Nú sótti Þórarinn Ingi upp hægri kantinn og stakk boltanum inn á varamanninn Eyþór Helga Birgisson. Hann missti hins vegar af boltanum sem barst á Tryggva sem var þar með sloppinn einn gegn Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Honum brást ekki heldur bogalistin þá og skoraði af öryggi. Niðurstaðan því öruggur sigur Eyjamanna sem eru nú komnir aftur á topp Pepsi-deildar karla, um stundarsakir að minnsta kosti en 9. umferð deildarinnar klárast nú á sunnudaginn.ÍBV - Selfoss 3-0 1-0 Tryggvi Guðmundsson (1.) 2-0 Tony Mawejje (63.) 3-0 Tryggvi Guðmundsson (76.) Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 1.292Dómari: Þóroddur Hjaltalín (6)Skot (á mark): 18-7 (12-4)Varin skot: Albert 2 - Jóhann Ólafur 6Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 9-7Rangstöður: 2-5ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Tony Mawejje 7 (73. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 7 Andri Ólafsson 8 Tryggvi Guðmundsson 8 - maður leiksins Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Denis Sytnik 6 (49. Eyþór Helgi Birgisson 6) Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Einar Ottó Antonsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Ingi Rafn Ingibergsson 6 (58. Jón Guðbrandsson 6) Andri Freyr Björnsson 5 Ingólfur Þórarinsson 6 (58. Davíð Birgisson 6) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira