Fótbolti

Kahlenberg: Þakklátur Olsen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar
Thomas Kahlenberg í leikslok í gær.
Thomas Kahlenberg í leikslok í gær. Mynd/AP
Hetja Dana á Parken í gær, Thomas Kahlenberg, var himinlifandi með að hafa skorað sigurmarkið gegn Íslendingum á Parken í gær.

Kahlenberg var í gær að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu þar sem hann er ekki í náðinni hjá félagi sínu, Wolfsburg í Þýskalandi.

„Það var ánægjulegt að hafa unnið leikinn," sagði hann eftir leikinn í gær. „Einnig að ég hafi spilað í 90 mínútur og skorað sigurmarkið."

„Ég var mjög þreyttur undir lokin og þetta var ekki mitt flottasta mark á ferlinum. Nú get ég farið aftur til míns félags með sjálfstraustið í lagi."

„Ég er mjög þakklátur Olsen og að hann hafi notað mig því ég hef ekki byrjað vel á tímabilinu í Woflsborg. Ég er honum í þakkarskuld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×