Fótbolti

Capello hættir eftir EM 2012

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello hefur staðfest að hann muni láta af þjálfun enska landsliðsins eftir EM árið 2012.

Capello hefur verið við stjórnvölinn síðan í janúar árið 2008. Undir hans stjórn lék enska landsliðið vel í undankeppni HM en brást svo illilega í sjálfri lokakeppninni.

Hann hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir HM og suma afar persónulega. Það hefur honum líkað illa.

Áreitið í vinnunni er þess utan mikið þar sem helstu stjörnurnar hans hafa verið gripnar með allt á hælunum síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×