Fótbolti

Svartfellingar sannkallaðir þjálfarabanar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiliyan Petrov, fyrirliði Búlgara, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í gær.
Stiliyan Petrov, fyrirliði Búlgara, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í gær. Mynd/AFP
Svartfjallaland hefur byrjað undankeppni EM 2012 vel með sigrum á Wales og Búlgaríu en það sem meira er að sigrar þeirra hafa ekki aðeins skilað þeim þremur stigum þeir hafa líka séð til þess að þjálfarar mótherja þeirra hafa hætt með sín lið.

Stanimir Stoilov, þjálfari Búlgara, hætti með búlgarska landsliðið eftir 1-0 tapið á móti Svartfjallalandi í gær en liðið hafði tapaði 0-4 á móti Englandi fjórum dögum áður. Hinn 41 árs gamli Stoilov var búinn að stýra liðinu síðan í janúar 2009.

Breskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að John Toshack, þjálfari velska landsliðsins, sé einnig að hætta með liðið eftir 1-0 tap fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik Wales í undankeppninni. Mál Toshack skýrast endanlega á blaðamannafundi í dag en Wales sat hjá í gær.

Næsti leikur Búlgaríu og Wales er innbyrðisviðureign þeirra á Cardiff City leikvanginum 8. október næstkomandi. Það verða væntanlega nýir þjálfarar við stjórnvölinn hjá báðum liðum í þeim leik en næsti þjálfari í "hættu" ætti að vera Ottmar Hitzfeld, þjálfari Svisslendinga sem eru næstu mótherjar Svartfjallalands í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×