Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2010 08:00 Líkt og venjulega gefur Fréttablaðið leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína. Gefið er frá einum upp í tíu og þurfa leikmenn að spila að lágmarki 20 mínútur til þess að fá einkunn. Íslenska liðið stóð sig vel á Parken í gær og var óheppið að tapa leiknum undir lokin. Einkunnir Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson 8Þegar reyndi á Gunnleif stóð hann vaktina mjög vel. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel og var öruggur í sínum aðgerðum. Markið var klaufalegt en það er ekki við hann að sakast. Átti þó nokkrar slakar markspyrnur. Birkir Már Sævarsson 7 Sinnti varnarhlutverkinu ágætlega og átti nokkra góða spretti upp kantinn í leiknum. Sýndi að hann býr yfir góðum hraða og var nálægt því að skora í seinni hálfleik. Sölvi Geir Ottesen 7 Var fastur fyrir í vörninni og skilaði sínu vel af sér. Barðist mjög vel og var harður í horn að taka. Kristján Örn Sigurðsson 7Spilar nánast undantekningarlaust vel með landsliðinu og slíkt var einnig tilfellið í gær. Góður í návígjum og las sóknarleik Dana mjög vel. Gekk illa að skila af sér bolta. Indriði Sigurðsson 6Var í afar erfiðu hlutverki gegn hinum stórhættulega Dennis Rommedahl í fyrri hálfleik. Lenti í smá basli en hefði mátt fá meiri hjálp í baráttunni við hægri væng danska liðsins. Rúrik Gíslason 8Sýndi að hann á heima í byrjunarliðinu. Samviskusamur með eindæmum og einna duglegastur að sækja fram og byggja upp sóknir. Aron Einar Gunnarsson 8 - maður leiksins Einn af hans allra bestu landsleikjum. Kæfði miðjuspil Dana og stöðvaði ófáar sóknir. Átti nokkrar fínar rispur fram á við í seinn i hálfleik. Eggert Gunnþór Jónsson 8Var í svipuðu hlutverki og Aron og var afar fastur fyrir í fyrri hálfleik. Afar duglegur og lét finna vel fyrir sér. Jóhann Berg Guðmundsson 6 Betri en gegn Norðmönnum og það kom meira úr honum í þessum leik. Átti þó í vandræðum í fyrri hálfleik en bætti fyrir það með betri frammistöðu í þeim síðari. Gylfi Þór Sigurðsson 7Hljóp mikið og sinnti ef til vill meira varnarhlutverki en maður í hans stöðu á að venjast. Skilaði sínu ágætlega. Heiðar Helguson 5Duglegur eins og alltaf en fékk úr afar litlu að moða í fyrri hálfleik. Var meira með í spilinu í seinni hálfleik en fór þá nokkrum sinnum illa að ráði sínu. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Líkt og venjulega gefur Fréttablaðið leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína. Gefið er frá einum upp í tíu og þurfa leikmenn að spila að lágmarki 20 mínútur til þess að fá einkunn. Íslenska liðið stóð sig vel á Parken í gær og var óheppið að tapa leiknum undir lokin. Einkunnir Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson 8Þegar reyndi á Gunnleif stóð hann vaktina mjög vel. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel og var öruggur í sínum aðgerðum. Markið var klaufalegt en það er ekki við hann að sakast. Átti þó nokkrar slakar markspyrnur. Birkir Már Sævarsson 7 Sinnti varnarhlutverkinu ágætlega og átti nokkra góða spretti upp kantinn í leiknum. Sýndi að hann býr yfir góðum hraða og var nálægt því að skora í seinni hálfleik. Sölvi Geir Ottesen 7 Var fastur fyrir í vörninni og skilaði sínu vel af sér. Barðist mjög vel og var harður í horn að taka. Kristján Örn Sigurðsson 7Spilar nánast undantekningarlaust vel með landsliðinu og slíkt var einnig tilfellið í gær. Góður í návígjum og las sóknarleik Dana mjög vel. Gekk illa að skila af sér bolta. Indriði Sigurðsson 6Var í afar erfiðu hlutverki gegn hinum stórhættulega Dennis Rommedahl í fyrri hálfleik. Lenti í smá basli en hefði mátt fá meiri hjálp í baráttunni við hægri væng danska liðsins. Rúrik Gíslason 8Sýndi að hann á heima í byrjunarliðinu. Samviskusamur með eindæmum og einna duglegastur að sækja fram og byggja upp sóknir. Aron Einar Gunnarsson 8 - maður leiksins Einn af hans allra bestu landsleikjum. Kæfði miðjuspil Dana og stöðvaði ófáar sóknir. Átti nokkrar fínar rispur fram á við í seinn i hálfleik. Eggert Gunnþór Jónsson 8Var í svipuðu hlutverki og Aron og var afar fastur fyrir í fyrri hálfleik. Afar duglegur og lét finna vel fyrir sér. Jóhann Berg Guðmundsson 6 Betri en gegn Norðmönnum og það kom meira úr honum í þessum leik. Átti þó í vandræðum í fyrri hálfleik en bætti fyrir það með betri frammistöðu í þeim síðari. Gylfi Þór Sigurðsson 7Hljóp mikið og sinnti ef til vill meira varnarhlutverki en maður í hans stöðu á að venjast. Skilaði sínu ágætlega. Heiðar Helguson 5Duglegur eins og alltaf en fékk úr afar litlu að moða í fyrri hálfleik. Var meira með í spilinu í seinni hálfleik en fór þá nokkrum sinnum illa að ráði sínu.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira