Fótbolti

Capello hrósaði Wayne Rooney eftir sigurleikinn gegn Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Adam Johnson fagna einu marka liðsins í Sviss í gær.
Wayne Rooney og Adam Johnson fagna einu marka liðsins í Sviss í gær. Mynd/AP
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendingar var ánægður með hvernig Wayne Rooney spilaði í sigurleiknum á Sviss í gær þrátt fyrir að vera með gríðarlega pressu á sér eftir öll vandræði hans utan vallar.

„Rooney spilaði vel, hann var alltaf miðpunturinn í spilinu okkar og sóknir okkar snérust í kringum hann. Það var mikil pressa á honum en hann stóðst hana og spilaði vel," sagði Fabio Capello.

Wayne Rooney skoraði fyrsta mark Englendinga í leiknum en hann var búinn að leika ellefu landsleiki í röð án þess að skora eða síðan að hann skoraði á móti Króatíu í september í fyrra.

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Við spiluðum frábæran fótbolta í fyrri hálfeik en leikur okkar varð aðeins of hægur í þeim seinni," sagði Capello sem getur verið sáttur með 6 stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leiki Englendinga í undankeppni EM 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×