Ekkert mál með Beyoncé 19. ágúst 2010 08:30 Afslappaður Ásgrímur Már Friðriksson, fatahönnuður, telur ekki að Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm
Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira