Enski boltinn

Ballack lækkar mikið í launum í nýju samningstilboði Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack. Mynd/AFP
Chelsea hefur boðið þýska landsliðsmanninum Michael Ballack nýjan eins árs samning en Ballack lækkar þar mikið í launum.

Michael Ballack kom til Chelsea árið 2006 og gerði þá risasamning við félagið sem skilaði honum 121 þúsund pund í vikulaun sem eru rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi.

Í nýja samningstilboðinu þá fær Ballack 80 þúsund pund á viku en aðeins ef hann nær því að leika 20 leiki með liðinu á næsta tímabili.

Ballack hefur talað um að hann sé meira að hugsa um lengd samningsins en sjálfan launatékkann þar sem að hann hefur mikinn áhuga á því að spila með þýska landsliðinu á EM 2012.

Ballack og fjölskyldu hans líður vel í London og það bendir allt til þess að þessi 33 ára miðjumaður sætti sig við þennan nýjan samning og þar með mikla launalækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×