Innlent

Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það í takt við annað að ríkisstjórnin hafi ekki samráð um stór mál. fréttablaðið/gva
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það í takt við annað að ríkisstjórnin hafi ekki samráð um stór mál. fréttablaðið/gva
Ríkisstjórnin hefur ekki haft samráð við stjórnarandstöðuna um fyrirhugaðar breytingar á skipan stjórnarráðsins. Steypa á saman nokkrum ráðuneytum og færa til málaflokka.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið ekki hafa verið rætt við stjórnarandstöðuna. Það ráðslag komi honum í sjálfu sér ekki á óvart þar sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi aldrei reynt að mynda breiða sátt um stór mál. „Þetta er bara í takt við annað hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. Sjálfsagt og eðlilegt sé að hafa samráð um meiri háttar skipulagsbreytingar.

Aðspurður segist Bjarni alls ekki fráhverfur hugmyndum um sameiningu iðnaðarráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í atvinnuvegaráðuneyti. „Það er hins vegar ástæða til að hafa miklar áhyggjur ef grafa á undan grundvelli þeirrar starfsemi sem farið hefur fram innan ráðuneytanna til þessa.

Mér hugnast til dæmis alls ekki hugmyndir um að færa alla auðlindanýtingu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Að sama skapi þarf að svara spurningum um hvernig gæta eigi að hagsmunum landbúnaðarins. Það þarf að gæta að því að hann verði ekki utanveltu í stóru ráðuneyti.“

- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×