Umfjöllun: Eyjamenn fóru glaðari frá borði í toppslagnum Elvar Geir Magnússon skrifar 16. ágúst 2010 14:18 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik og ÍBV skildu jöfn, 1-1, í toppslag Pepsi-deildar karla í Kópavogi í kvöld. Leikurinn var dramatískur og Blikar ansi nálægt því að ná sér í öll stigin í lokin. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hendi var dæmd á Alfreð Finnbogason. Skömmu eftir markið lögðust Eyjamenn í skotgrafirnar. Hernaðaráætlun Heimis Hallgrímssonar gekk prýðilega því Blikarnir náðu ekki að sýna sína frægu sóknartilburði. Þeim gekk bölvanlega að finna leiðina framhjá varnarmúr Eyjamanna. Í raun fengu Blikar sárafá teljandi færi í leiknum, mark þeirra kom eftir misskilning í vörn Eyjamanna. Alfreð Finnbogason slapp einn í gegn og kláraði vel. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram með öflugan varnarleik að leiðarljósi. Þeir voru greinilega sáttir við stigið sem þeir voru með í höndunum enda ljóst að með jafntefli héldu þeir toppsætinu. Sú varð svo niðurstaðan í lokin þó það hafi farið um marga áhorfendur í uppbótartímanum þegar fyrsta snertingin sveik Alfreð Finnbogason sem náði þó skoti á markið. Fyrirliðinn Andri Ólafsson var þá mættur til bjargar fyrir gestina og bjargaði hann á línu. Toppliðin skiptu því stigunum á milli sín. Blikar voru miklu mun meira með boltann og eru vafalítið svekktir með að hafa ekki náð að ógna meira. Eyjamenn voru öllu kátari í leikslok. Það ber að hrósa varnarleik Eyjamanna í leiknum enda ekki að ástæðulausu sem þeir hafa fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. Fyrir aftan vörnina var Albert markvörður traustur og fyrir framan hana vann Þórarinn Ingi mikilvæga vinnu. 3.180 áhorfendur mættu á leikinn og er það met á Kópavogsvelli. Breiðablik -ÍBV 1-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (víti 21.) 1-1 Alfreð Finnbogason (65.) Áhorfendur: 3.180 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 12-6 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Albert 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-5Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Haukur Baldvinsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (46. Guðmundur Pétursson 5) Alfreð Finnbogason 7ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson 8 James Hurst 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 (90. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8* - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 6 Tony Mawejje 5 Eyþór Helgi Birgisson 4 (57. Danien Warlem 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Breiðablik og ÍBV skildu jöfn, 1-1, í toppslag Pepsi-deildar karla í Kópavogi í kvöld. Leikurinn var dramatískur og Blikar ansi nálægt því að ná sér í öll stigin í lokin. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hendi var dæmd á Alfreð Finnbogason. Skömmu eftir markið lögðust Eyjamenn í skotgrafirnar. Hernaðaráætlun Heimis Hallgrímssonar gekk prýðilega því Blikarnir náðu ekki að sýna sína frægu sóknartilburði. Þeim gekk bölvanlega að finna leiðina framhjá varnarmúr Eyjamanna. Í raun fengu Blikar sárafá teljandi færi í leiknum, mark þeirra kom eftir misskilning í vörn Eyjamanna. Alfreð Finnbogason slapp einn í gegn og kláraði vel. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram með öflugan varnarleik að leiðarljósi. Þeir voru greinilega sáttir við stigið sem þeir voru með í höndunum enda ljóst að með jafntefli héldu þeir toppsætinu. Sú varð svo niðurstaðan í lokin þó það hafi farið um marga áhorfendur í uppbótartímanum þegar fyrsta snertingin sveik Alfreð Finnbogason sem náði þó skoti á markið. Fyrirliðinn Andri Ólafsson var þá mættur til bjargar fyrir gestina og bjargaði hann á línu. Toppliðin skiptu því stigunum á milli sín. Blikar voru miklu mun meira með boltann og eru vafalítið svekktir með að hafa ekki náð að ógna meira. Eyjamenn voru öllu kátari í leikslok. Það ber að hrósa varnarleik Eyjamanna í leiknum enda ekki að ástæðulausu sem þeir hafa fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. Fyrir aftan vörnina var Albert markvörður traustur og fyrir framan hana vann Þórarinn Ingi mikilvæga vinnu. 3.180 áhorfendur mættu á leikinn og er það met á Kópavogsvelli. Breiðablik -ÍBV 1-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (víti 21.) 1-1 Alfreð Finnbogason (65.) Áhorfendur: 3.180 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 12-6 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Albert 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-5Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Haukur Baldvinsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (46. Guðmundur Pétursson 5) Alfreð Finnbogason 7ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson 8 James Hurst 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 (90. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8* - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 6 Tony Mawejje 5 Eyþór Helgi Birgisson 4 (57. Danien Warlem 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira