Enski boltinn

Cole ákveður sig á næstu tveimur vikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole á blaðamannafundi.
Joe Cole á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images

Joe Cole mun ákveða á næstu tveimur vikum til hvaða félags hann mun ganga til liðs við.

Cole hefur verið samningsbundinn Chelsea undanfarin ár en ákveðið var að endurnýja ekki samning hans sem rennur út nú í sumar.

„Tímabilið mitt hjá Chelsea var ekki frábært og er það fyrst og fremst af pólitískum ástæðum frekar en öðru," sagði Cole við enska fjölmiðla.

„Það var ekki af fjárhagslegum ástæðum og það hafði ekkert að gera með knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. Ég vil fá framtíð mína á hreint sem allra fyrst og ég geri ráð fyrir að það taki um tvær vikur."

Cole hefur verið orðaður við fjölda félaga. Til að mynda Arsenal, Tottenham, Manchester United og nú síðast Inter á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×