Enski boltinn

Cesc fer ekki fet - Sögunni lokið?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Sögunni endalausu um Cesc Fabregas er lokið. Arsene Wenger segir að félagið vilji ekki selja, eins og það hefur sagt í allt sumar.

Barcelona vill kaupa Fabregas en vill ekki borga mikið meira en þær 30 milljónir sem það bauð fyrr í sumar.

Arsenal neitaði tilboðinu og hefur svo ekki fengist til að ræða frekar við Barcelona.

"Ég er mjög ánægður með Cesc eins og allir hjá félaginu. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur, hann er fyrirliðinn okkar og við höfum lagt hart að okkur að halda honum hér," sagði Arsene Wenger, stjóri liðsins.

Wenger lagði áherslu á orð sín og því er nokkuð ljóst að Fabregas verður áfram hjá Arsenal á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×