Enski boltinn

Eiður Smári á óskalista félags í Dubai - Gengur illa að tala við Tottenham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er á óskalista bæði Birmingham og Fulham úr ensku úrvalsdeildinni, sem og félags í Dubai.

Samningsviðræður á milli Eiðs og Tottenham ganga illa en þar var Eiður í láni sem kunnugt er á síðasta tímabili.

Vonir stóðu til að slíkur samningur yrði endurnýjaður en einnig kemur til greina að hann verði einfaldlega seldur.

Aston Villa hefur einnig verið orðað við Eið en áhuginn frá Dubai ætti að gefa honum næga peninga í vasann að sögn Mirror í dag.

Eiður fór ekki með Monaco í keppnisferðalag til Asíu þar sem félagið er núna. Hann ku þó vera staddur í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×