Enski boltinn

Enginn Gerrard eða Cole með Liverpool á morgun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stjórinn Roy Hodgson ásamt nýju mönnunum Jovanovic, Wilson og Joe Cole.
Stjórinn Roy Hodgson ásamt nýju mönnunum Jovanovic, Wilson og Joe Cole. AFP
Steven Gerrard, Jamie Carragher, Glen Johnson og Joe Cole fóru ekki með Liverpool til Makedóníu þar sem liðið keppir í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun.

Roy Hodgson vildi nota alla sína bestu menn en þeir eru einfaldlega ekki klárir í slaginn.

Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki með liðinu heldur en þar eru þó meðal annars Martin Skrtel og Daniel Agger ásamt nýju mönnunum Milan Jovanovic og Danny Wilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×