Enski boltinn

Sol Campbell skrifaði undir hjá Newcastle

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Sol Campbell hefur skrifað undir eins árs samning við Newcastle. Hinn 35 ára gamli varnarjaxl er í skýjunum með félagaskiptin.

Campbell var samningslaus hjá Arsenal í sumar og eftir að hafa skoðað möguleika sína valdi hann Newcastle.

"Á þessum tímapunkti á ferlinum gæti ég ekki hafa óskað eftir betri klúbbi. Hefðir félagsins og stórkostlegur stuðningur þess eru ein af ástæðunum fyrir því að ég kem hingað," sagði Campbell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×