Enski boltinn

Luke Young á leiðinni til Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Young er hér til vinstri.
Young er hér til vinstri. AFP
Luke Young er líklega á leiðinni til Liverpool frá Aston Villa. Young er 31 árs gamall varnarmaður sem getur spilað bæði sem vinstri eða hægri bakvörður.

Hann hefur leikið í úrvalsdeildinni í þrettán ár, fyrst með Tottenham, svo með Charlton þar sem hann lék í sex ár, þá Middlesbrough og loks Villa.

Talið er að kaupverðið sé um 2,5 milljónir punda.

Young er réttfættur og hægri bakvörður að upplagi. Hann hefur spilað sjö landsleiki fyrir England.

Philipp Degen er líklega á leiðinni frá Liverpool og því er aðeins Glen Johnson eftir í hægri bakverðinum auk ungra leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×