Íslenski boltinn

Ívar: Þetta var virkilega sætt

Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Maður er alltaf ánægður þegar við vinnum leiki og það er virkilega sætt að vinna þetta á síðustu mínútunum " sagði Ívar Björnsson framherji Fram sem skoraði tvö mörk og þar á meðal sigurmarkið í 3-2 sigri Fram á Stjörnunni í kvöld.

„Stigin þrjú, mörkin þrjú skipta öll máli. Við höfum verið að tapa leikjum á síðustu mínútu sem við eigum ekki að vera þekktir fyrir og það var alveg kominn tími á að við ynnum einn í lokinn. Við vildum þetta bara líka meira en þeir fannst mér. "

 

Með þessu lyfta Fram sér upp í fimmta sæti fyrir ofan Keflavík og Fram eygja enn veika von á að ná Evrópusæti.

„Þessi lið sem eru að keppa í miðjumoðinu eru að spila aðallega upp á heiðurinn og reyna að fá sem flest stig á töfluna. Á meðan það eru stig í pottinum eigum við ennþá möguleika á að ná Evrópusæti og það er bara þrjú stig í næsta leik og þrjú stig í öllum leikjum sem eftir eru ," sagði Ívar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×