Enski boltinn

Yaya Toure hafnaði Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Toure og bróðir hans Kolo Toure láta Kaka heyra það á HM.
Yaya Toure og bróðir hans Kolo Toure láta Kaka heyra það á HM. Mynd/Getty Images
Manchester City keypti Yaya Toure frá Barcelona fyrir 25 milljónir punda í sumar en nú er komið í ljós að Toure vildi frekar spila með bróður sinum hjá City en að fara til Manchester United.

„Manchester United hafði áhuga á að fá mig til sín á síðasta tímabili. Þegar ég var að hugsa um að endurnýja samninginn minn þá vildu þeir að ég skrifaði undir hjá þeim," sagði Yaya Toure.

„United er stór klúbbur og eitt af þeim stærstu í heiminum en ég valdi City af því að félagið hefur ekki unnið neitt í langan tíma. Það verður skemmtilegt að koma þangað að sá allt breytast," sagði Yaya Toure en það er líka ljóst að launin spilltu ekki fyrir.

Yaya Toure fær 185 þúsund pund í laun á viku sem gera rúmar 35 milljónir íslenskra króna. Hann verður með þessu launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er athyglisvert og krefjandi verkefni fyrir mig og ég vona að allt gangi vel. Það er búið að skrifa mikið um hugsanlegar ástæður fyrir því að ég kom hingað en ég vildi bara spila með bróður mínum," sagði en Manchester City keypti bróðir hans Kolo Toure frá Arsenal í fyrrasumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×