Enski boltinn

Sol Campbell gengur í raðir Newcastle

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Sol Campbell er á leiðinni til Newcastle. Hann kemur á frjálsri sölu en hann varð samningslaus hjá Arsenal í vor.

Hinn 35 ára gamli Campbell var eftirsóttur af Celtic og Sunderland en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag áður en hann skrifar undir samninginn.

Campbell verður þriðju leikmaðurinn sem Newcastle fær til sín í sumar á eftir Dan Gosling og James Perch.

Varnarjaxlinn er nýkominn úr brúðkaupsferð en meiðsli Steven Taylor gera það að verkum að Campbell fer væntanlega beint í byrjunarlið nýliðanna í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×