Enski boltinn

Anderson og Hargreaves ekki á leikmannalistanum hjá Ferguson?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Owen Hargreaves,
Owen Hargreaves, AFP
Sir Alex Ferguson segir alls óvíst að pláss sé fyrir Owen Hargreaves og Anderson í 25 manna leikmannahópi sínum. Samkvæmt nýjum reglum deildarinnar verður að skila inn leikmannalista fyrir tímabilið.

Átta leikmannanna 25 verða að hafa spilað síðustu þrjú ár hjá ensku félagi fyrir 21 árs aldur en leyfilegt er að nota ótakmarkaðan fjölda leikmanna undir 21 árs aldri.

Það setur Ferguson í bobba, en þó einna helst leikmann á borð við þá og Jonathan Woodgate sem eiga við langvarandi meiðsli að stríða.

Manchester City þarf að selja tylft leikmanna og nú er United líka í vandræðum.

"Þetta kemur mér í vandræði, ég verð bara að bíða eins lengi og ég get," sagði Ferguson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×